<$BlogRSDURL$>

Tuesday, November 07, 2006

Arískt útlit síðuhaldara
Í sjónvarpsfréttum á sunnudagskvöldið var sýnt frá því þegar fyrirmyndarbörn Nasista hittust opinberlega í fyrsta sinn og báru saman bækur sínar. Fyrir þá sem eru slappir í sagnfræðinni þá voru þessi ljóshærðu og bláeygðu börn tekin frá foreldrum sínum og sett í fóstur hjá Nasistaforingjum. Þeirra ævistarf átti svo að snúast um að dúndra upp arískum stofni og hlúa að honum. Síðuhaldari hefur aðeins brotið heilann eftir þessa frétt og finnst einkennilegt er að þrátt fyrir arískt útlit síðuhaldara þá hefur engin kona beðið hann um að taka þátt í barneignum með sér. Heimur versnandi fer.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?