<$BlogRSDURL$>

Wednesday, November 01, 2006

Leikaraskapur Mourinhos
Er Mourinho orðinn sturlaður? Eftir leikinn í gær sakaði hann leikmenn Barca um leikaraskap! Hvað ætli Drogba hafi oft látið sig detta í leiknum? Ég missti töluna á því eftir korter. Deco er reyndar leiðinleg týpa en Mourinho ætti nú að þekkja hann. Kallinn er orðinn verri en Ferguson var þegar hann var að hrekkja Wenger litla um árið. Einnig held ég að Mourinho mætti nú aðeins ræða við Essien og Carvalho um hvernig þeir spila fótbolta. Tvær af þeim grófari í boltanum í dag. Annars fannst mér athyglisvert þegar Lampard fór inn úr vinstra horninu og hausaði Valdes í markinu. Skemmtilegir handboltataktar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?