<$BlogRSDURL$>

Thursday, December 07, 2006

Munnmælasögur#55
Saga númer 55 er af þeim frændum og Gleðipinnum, Ásgeiri Þór og Heimi Jónatans en mér var bent á þessa sögu fyrir skömmu af góðum vinstrimanni í innsveitum suðurlands. Mun hún hafa gerst þegar þeir voru komnir til vetursetu í Reykjavík eftir MÍ árin. Í janúar þótti þeim gjálífið í sódómunni í Reykjavík hafa um haustið verið hálfu verra/betra en á MÍ árunum, og töldu nú gæfulegt að finna sér einhverja létta hreyfingu fram til vorsins. Skunduðu þeir niður í TBR þar sem þeir þóttust vita að margir heldri menn á höfuðborgarsvæðinu stunduðu hnit sér til heilsubótar. Þegar þangað var komið var þeim tilkynnt að þeir yrðu að gerast félagar í TBR og borga ársgjald, til þess að geta pantað fasta tíma. Veltu þeir þessu nokkuð fyrir sér þarna í andyrinu sem bendir nú kannski til þess að ekki hafi endilega hugur fylgt máli þegar taka átti til við íþróttaiðkun. En eftir að hafa brætt þetta aðeins með sér ákvaðu þeir að borga ársgjaldið en rétt áður en Ásgeir rétti afgreiðslustúlkunni/manninum kortið spurði hann til öryggis: "Er nokkuð búið að halda árshátíðina?"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?