<$BlogRSDURL$>

Monday, March 05, 2007

Síðuhaldari og módelstörfin
Síðuhaldari var með svokallað missed call á dögunum. Til þess er ætlast af síðuhaldara að hann svari í símann sé þess einhver kostur en næst besti kosturinn í stöðunni sé þá að hringja til baka við fyrsta tækifæri. Þetta virðast vera viðurkenndar aðferðir í nútímanum og reynir síðuhaldari sjálfsögðu að fylgja þeim samviskusamlega eftir með misjöfnum árangri. Í þessu tilfelli var númerið sem hringt var úr augljóslega eitthvað skrifstofunúmer. "Eskimó módels góðan daginn" var heilsan á hinum enda þráðlausu línunnar. Síðuhaldari kynnti sig og sagðist hafa fengið hringingu úr þessu númeri. Skjátan sem svaraði sagðist ekki hafa hringt í þetta númer og hefði hún verið ein á skrifstofunni allan daginn. Í framhaldingu spurði hún: "Ertu á skrá hjá okkur?" spurði hún þá. Síðuhaldari svaraði: "Nei, en ég ætti auðvitað að vera það." Viðmælandanum fannst þetta einkennilegt svar og sleit símtalinu fljótlega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?