<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 06, 2007

Orðrétt
"Það er óhuggulegt að sjá múgsefjunina sem farið hefur á stað í kringum þetta mál þar sem hver apar eftir öðrum og engin sjálfstæð eða gagnrýnin hugsun ríkir. Ásgeir bróðir minn er kallaður ógeðskall klámhundur og klámkóngur eða öðrum viðlíka nöfnum sem ekkert hafa með hans viðskipti að gera. Hví ætti hann að vera örðuvísi en aðrir bissnismenn sem reka fyrirtæki í hinum ýmsu geirum, en hafa lítinn sem engan persónulegan áhuga á á starfseminni. Heldur er um púra viðskipti að ræða og þannig er það með bróður minn eins og marga aðra. Síðan koma setningar um að Ásgeir bróðir minn blóðmjólki stúlkurnar; já það er fullyrt. Hvaðan ætli sú vitneskja komi eða er svona dylgjum ekki bara slegið fram út í loftið? Staðreyndin er sú að stúlkurnar hafa ágæt laun og margar stúlknanna eru íslenskar. Kynsystur mínar þekki ég ekki rétt ef þær láta sig hafa það að dansa á Goldfinger fyrir smánarlaun.

Þau skrif sem ég hef rekist á bera öll að sama brunni; byggð á vanþekkingu og sleggjudómum. Það lýsir fyrst og fremst hugsunargani þeirra sem hneysklast hvað mest að telja dans í kringum súlu eitthvað kynferðislegt og óeðlilegt. Að engin kona geti haft gaman af að dansa þannig. Læt ég mig efast um að það sjáist meira af sköpunarlagi þeirra kvenna en dönsurum íslenska dansflokksins í mörgum sýningum þess ágæts balletsflokks. En það er auðvitað svo menningarlegt, hitt er dónalegt!!!. "
- Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður í hreint magnaðri færslu á bloggi sínu sifjar.blog.is.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?