<$BlogRSDURL$>

Friday, June 29, 2007

Orðrétt
"Mjög athyglisverð umræða um vanda atvinnulífs á Vestfjörðum í Kastljósinu í kvöld.

Ég er hjartanlega sammála Pétri Blöndal, þó hans sýn sé vissulega nokkur einföldun. Það sem vantar er að hrinda aðgerðum í framkvæmd. Hugmyndin um annað skattþrep úti á landi stenst engan skoðun. Bæði gildir það grunnprinsipp í byggðamálum að slík aðgerð bætir ekki undirliggjandi stöðu heldur er bara plástur, styrkur, ofan á vandamálin. Þá lofar reynslan ekki góðu, t.d. frá Noregi. Þar að auki myndi svona tilfæring setja skattkerfið í uppnám. Það þarf að hætta svona bullumræðu um flutningsjöfnun og skattþrep og drífa í því sem skiptir máli:

Bæta hagstjórnina og ná þjóðhagslegu jafnvægi
Hætta stuðningi við einstaka atvinnugreinar, sérstaklega virkjanir og álver
Byggja upp samgöngukerfið og fjarskipti
Flytja opinber störf út á land
Byggja upp háskólakeðju um landið
Taka Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í gegn svo sveitarfélög á landsbyggðinni sitji við sama borð og þau fyrir sunnan
Koma á verslunarfrelsi með afnámi tolla og tæknilegra viðskiptahindrana
Bjóða öllum framsóknarmönnum að flytja til Vestmannaeyja og stofna sjálfstætt ríki

Seint átti ég von á að verða innilega sammála Helga Hjörvari en það gerðist um daginn. Hann bendir á það í nýlegum pistli á visir.is að engum eigi að koma á óvart að vandræði séu í atvinnulífinu á Vestfjörðum þegar ennþá er malarvegur milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Vestfjarða. Að lokum er rétt að fordæma Vestfjarðaaðstoðina og vona að fólk haldi sönsum til að forðast slíkt mannorðssjálfsmorð í hita leiksins.

P.s. verð að taka sérstaklega undir með Pétri Blöndal að þó verulega hart sé á dalnum þá má samt ekki gleyma öflugu framtaki sem er víða að finna. Ekki síst þeirri snilld sem felst í sjóstangaveiðibransanum. Held að forfeðurnir séu heldur betur kímnir yfir því að ekki þurfi lengur að fara á sjó til að sækja gull í greipar ægis heldur borgi útlendingar stórfé fyrir að velta sér upp úr slorinu."

- Kristinn Hermannsson, master í Hagfræði og sérfræðingur í byggðamálum, á heimasíðu sinni í kvöld.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?