<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 31, 2007

Big Ron#1
Lengi hefur staðið til að deila með lesendum einhverju af gullkornum knattspyrnustjórans Rons Atkinsons sem á sínum tíma þjálfari meðal annars Manchester United. Orðheppinn snillingur þar á ferð og mjög litríkur persónuleiki. Ég æta að skutla inn nokkrum af hans skemmtilegustu tilvitnunum á næstunni. Hér kemur sú fyrsta:

"Eitt sinn var Big Ron að stjórna knattspyrnuliði þegar einn leikmanna hans fær þungt höfuðhögg og vankast. Læknir liðsins réð Big Ron eindregið frá því að setja manninn aftur inn á völlinn með þeim einfalda rökstuðningi að leikmaðurinn væri svo ringlaður að hann vissi ekki hver hann væri. Big Ron hugsaði sig aðeins um en svaraði svo: Segðu honum að hann sé Pele og sendu hann aftur inn á !"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?