<$BlogRSDURL$>

Wednesday, August 29, 2007

Hvíld?
Þessa dagana er RÚV að sýna frá HM í frjálsum sem er áhugavert sjónvarpsefni fyrir minn hatt. Ég var að fylgjast með undanrásum í 100m hlaupi karla og þá tók ég eftir því að Asafa Powell heimsmethafi, var lang fyrstur í riðlinum og á mjög góðum tíma. Hann byrjaði að slaka á eftir 60m og skokkaði nánast í mark en var samt á rétt rúmum 10 sekúndum. Ef maðurinn hefði klárað á fullu gasi hefði hann ógnað heimsmetinu, sem mig minnir að sé 9,79. Hvaða rugl er það að hvíla sig ef maður er 100 metra hlaupari? Við erum nú ekki að tala um mikla vegalengd. Er til of mikils ætlast að 100 metra hlauparar keyri á fullu þar til komið er yfir marklínuna? Er hægt að spara mikinn kraft á einhverjum metrum? Þetta ágæta tuð og þetta fína röfl var til heiðurs seth.blog.is.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?