<$BlogRSDURL$>

Friday, August 03, 2007

Orðrétt
"KFÍ/ML byggir starf sitt og stefnu á marxisma-lenínisma kenningum Maó Tse-tungs. Það er stefna KFÍ/ML að sameina innan sinna vébanda alla marxista-lenínista á Íslandi og berjast gegn endurskoðunarstefnu, trotskisma og öðrum borgaralegum stefnum sem fjandsamlegar eru hagsmunum verkalýðs og vinnandi alþýðu..."

"KFÍ/ML gengur inn í hina marxísku-lenínísku heimshreyfingu undir forystu kínverskra og albanskra kommúnistaflokksins...."

"Íslenskir marxistar-lenínistar hafa alltaf dáðst að og stutt hina hetjulegu baráttu kóreanskar alþýðu undir giftusamlegri forystu kóreanska Verkamannaflokksins og félaga Kim Il Sung... Þessi barátta er mikið fordæmi fyrir íslenska marxista-lenínista í byltingarsinnuðu starfi þeirra."

"Íslenskir marxistar-lenínistar hafa ætíð stutt og fylgt hinum mikla Kommúnistaflokki Kína undir forystu Maós formanns."

"KFÍ/Ml mun sameina verkalýðsstéttina undir forystu sinni og leiða hana fram til sósíalískrar valdabyltingar í bandalagi við smábændur og aðra vinnandi alþýðu, og afnema þannig auðvaldsþjóðfélagið og reisa alræði öreiganna."

- Úr bæklingnum: "Hvað vill Kommúnistaflokkur Íslands m-l." útgefinn af Verkalýðsforlaginu árið 1976.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?