<$BlogRSDURL$>

Thursday, September 20, 2007

Í faðmi blárra fjalla
Síðuhaldari er nú staddur í faðmi blárra fjalla. Áætlað er að halda í sódómuna á morgun en sperning um að kíkja aftur í vestrið í október. Hér vestra hefur busavígsla nokkuð verið til umræðu og er meðal annars fjallað um málið í Stakksgrein Bæjarins Besta. Mér finnst menn nú verða orðnir óþarflega heilagir þegar kemur að þessari umræðu. Eins virðist það fara óstjórnlega í taugarnar á stjórnendum MÍ að nemendur geri sér dagamun, samanber hysteríuna út af skólaferðalagi fyrir nokkrum árum. Síðuhaldari getur rifjað það upp hér að í sinni busavígslu á Laugum var hann látinn drekka kindablóð og hent út í tjörn. Er hann þó einhver mesti aðferðafræðisérfræðingur landsins í dag. Að þeim gjörningi stóðu virtir menn í þjóðfélaginu í dag; aðstoðarmaður saksóknara og eigandi líkamsræktarstöðvar. Ég held að Jón Reynir háttvirtur þurfi að setja þetta inn í einhverjar efnafræðiformúlur og hugsa þetta upp á nýtt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?