<$BlogRSDURL$>

Monday, December 03, 2007

Einræði forðað í bili
Íbúar Venezúela forðuðu sér naumlega frá einræðistilburðum Húgosmundar Chavezarsonar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að baráttan muni halda áfram og því spurning hvort tillögurnar verði lagðar í þjóðaratkvæði nægilega oft til að "rétt" niðurstaða fáist. Sem er ekki óþekkt fyrirbrigði. Slíkt tíðkast til dæmis hérlendis þegar íbúar sveitarfélaga hafna sameiningu og þessar pælingar hafa einnig verið varðandi stefnuskrá Evrópusambandsins. En aftur að Húgómundi og einræðinu. Hann lagði sem sagt til að forseti geti setið lengur en í tvö kjörtímabil, og hefur hann raunar lýst sig reiðubúinn til þess að sinna þessu út ævina. Einnig átti forsetinn að fá völd yfir Seðlabankanum, völd til þess að HANDVELJA héraðsstjóra og völd til að lýsa yfir neyðarástandi af litlu tilefni. Í "neyðarástandi" á svo forsetinn að sjálfsögðu að vera einráður. Hér er á ferðinni maður sem þegar hefur skrúfað niður í frjálsum fjölmiðlum í landinu, því best sé jú að bara einn ríkisfjölmiðill geti einbeitt sér að menningarlegri og uppbyggilegri dagskrá. Hafa íslenskir hugsuðir á borð við Guðna Ágústsson talað hlýlega um þennan stjórnmálamann. Ég hef ekki orðið var við að mannréttindasamtök hafi látið hressilega í sér heyra vegna þessara tillagna. Ætli það myndi nú ekki heyrast eitthvað ef núverandi Bandaríkjaforseti myndi leggja fram tillögur á stjórnarskránni til þess að hann gæti setið lengur og ráðið meiru?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?