<$BlogRSDURL$>

Wednesday, December 12, 2007

Hættuleg þróun
Ég frétti að Birna Lár hefði talað fyrir nauðungarsameiningu sveitarfélaga á ráðstefnu sveitarfélaganna í nóvember. Þetta kemur mér frekar á óvart því ég hefði talið að það væri ekki í anda hægri manna að neyða íbúa sveitarfélaga í sameiningar. Það hefur verið einhver umræða í gangi um að lágmarks fjöldi íbúa í sveitarfélagi fari úr 50 í 500. Birna mun hafa sagt að hún vildi sjá þessa tölu fara upp í 1000. Það er ekki góð þróun að mínu mati að stjórnmálamenn/ríkisvaldið taki ákvarðanir um hvort sveitarfélög sameinist eða ekki. Slíkt hefur gjarnan verið sett í dóm íbúanna með kosningu en hins vegar hefur skort á að stjórnmálamennirnir/ríkisvaldið vilji una niðurstöðunni ef sameiningu sé hafnað. Hættan er sú að boðað sé til kosninga um nákvæmlega sama efni þar til "rétt" niðurstaða fæst. Varðandi þessa tölu sem Birna nefndi þá skil ég ekki almennilega af hverju talan 1000 sé eitthvað viðmið. Hver er munurinn á sveitarfélagi sem er með 900 íbúa eða sveitarfélagi sem er með 1100 íbúa? Hann er nákvæmlega enginn. Það er auðvitað gott og blessað ef íbúar í sveitarfélögum vilja sameinast. Ég held að þeir séu full færir um það sjálfir en að þeir séu neyddir til þess af stjórmálamönnum/ríkisvaldinu er hættuleg þróun.
Passið ykkur á myrkrinu

This page is powered by Blogger. Isn't yours?