<$BlogRSDURL$>

Sunday, December 09, 2007

Orðrétt
"Árið 1987 var ár þungarokkshljómsveitarinnar Whitesnake. Breiðskífa hennar, sem bar nafn hljómsveitarinnar, naut fádæma vinsælda beggja vegna Atlantsála, ekki síst ofursmellurinn Here I Go Again sem kom sér makindalega fyrir á toppi bandaríska smáskífulistans. Bæði var laglínan grípandi og ekki spillti eggjandi myndbandið fyrir. Þar steig ung rauðhærð þokkadís munúðarfullan dans á vélarhlífum tveggja glæsibifreiða íklædd hvítum náttkjól. Þeir karlmenn sem þá voru á aldrinum 13 til 33 ára og kveikja ekki á perunni eru annaðhvort samkynhneigðir eða hafa legið meðvitundarlausir á spítala á þessum tíma."
- Blaðamaðurinn Orri Páll Ormarsson leitast við að svara hinni áleitnu spurningu "Hvað varð um bandarísku leikkonuna og kyntáknið Tawny Kitaen?" í tímamótagrein sinni "Þeysireið þokkagyðju" í Morgunblaðinu í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?