<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 23, 2008

Pressan á lögregluyfirvöldum og dómstólum
Eftir að hafa horft á Kompás þátt gærkvöldsins á visi.is þá sýnist mér að nú sé búið að setja ákveðna pressu á lögregluyfirvöld og dómstóla. Lögreglan hefur kallað eftir því að fólk kæri hótanir um handrukkun og gefið í skyn að hægt sé að vernda viðkomandi fórnarlömb. Nú hefur slíkt verið gert frammi fyrir sjónvarpsmyndavélum og því er pressan nú á löggunni og dómstólum. Þessir aðilar munu verða undir smásjá fjölmiðla í framhaldi þessa máls. Ekki ósvipað og með Hafrannsóknarstofnun sem kallaði eftir því að farið væri eftir þeirra ráðleggingum.

Annað sem ég tók eftir í þættinum var að læknir á bráðamóttöku minnti mig á lækninn í Simpsons sem hlær alltaf á vandræðalegum augnablikum. Læknirinn var í viðtali og brosti alltaf um leið og hann lýsti alvarlegum og ljótum áverkum.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?