<$BlogRSDURL$>

Tuesday, February 05, 2008

Önnu Mjallar sindrúmið
Ég kíki reglulega á Laugardagslögin á ruv.is. Skoða brot úr lögunum og tékka á hvað Sigurjón og Gnarrinn eru að taka fyrir, enda er Umferðar-Einar í miklu uppáhaldi. Ég hef tekið eftir því að Friðrik Ómar og Regína Ósk eru búin að tjalda öllu til í þetta skiptið. Þáttaka þeirra í þessum undankeppnum er farin að minna mig nokkuð á hið svokalla Önnu Mjallar sindrúm, sem þessar undankeppnir áttu við að stríða fyrir svona fimmtán árum síðan. Rétt eins og var með Önnu Mjöll, þá sýnist mér ljóst vera að Friðrik og Regína munu ekki linna látum fyrr en þau verða send í þessa keppni.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?