<$BlogRSDURL$>

Tuesday, February 12, 2008

Orðrétt
"Það virðist liggja beint við að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við sem oddviti borgarstjórnarflokksins. Hópur í kringum Guðlaug Þór Þórðarson sem er líka nákominn Geir Haarde má ekki hugsa þá hugsun til enda að Hanna Birna eða Gísli Marteinn komist til frekari metorða í flokknum. Ef Hanna Birna yrði oddviti og þar með líklega borgarstjóri og ef henni tækist vel upp þá gæti hún jafnvel farið að íhuga frekari frama, jafnvel að verða formaður flokksins. Sumum mislíkar þessi tilhugsun svo mikið að þeir eru frekar tilbúnir til að styðja Vilhjálm til að sitja áfram í oddvitasætinu. Þeir eru ekki vissir um að það gangi að gera hann að borgarstjóra en þeir vilja frá tíma til að finna einhverja lausn á málinu. Aðra lausn en að hleypa Hönnu eða Gísla að.

En á meðan magnast óánægjan innan Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn í kringum Geir, Ingu Jónu, Borgar Þórs og Guðlaug hefur verið duglegur við að ná tökum á fulltrúaráðinu í Reykjavík og hverfafélögum hefur lagt meira upp úr því en nokkurn tíma Davíð Oddsson. Í félögunum er fólk hins vegar að missa þolinmæðina með Vilhjálmi svo það er spurning hvaða styrk hann getur sótt þangað. Ekki einu sinni Geir sjálfur treysti sér til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við að Vilhjálmur yrði borgarstjóri."
- Egill Helgason, meintur tvífari, á bloggi sínu í gær.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?