<$BlogRSDURL$>

Tuesday, March 18, 2008

Orð vikunnar#1
Síðuhaldari er alltaf að læra ný orð. Á undanförnum misserum hefur maður lært mörg ný íslensk orð eins og til dæmis skuldatryggingarálag. Í ljósi þessa kviknaði hugmynd að nýjum dagskrárlið sem nú verður ýtt úr vör. Skal stefnt að því að birta nýtt íslenskt orð í vopnabúri síðuhaldara í hverri viku. Hér verður ekki um nýyrðasmíð að ræða, heldur orð sem síðuhaldari rekst á í íslenskum fjölmiðlum og bloggsíðum, og hefur ekki hrasað um áður. Svo er náttúrulega aldrei að vita hvort nýir dagskrárliðir líti dagsins ljós. Þar sem alls kyns spurningaleikir eru vinsælir á bloggsíðum þá kæmi til greina að verndari bloggs fólksins, HáEmm, myndi semja spurningar fyrir lesendur upp úr heimsbókmenntunum, þ.e.a.s Tinna bókunum.

Fyrsta orðið í þessum dagskrárlið er orðið "hliðarsex" sem einn af dáðustu pennum Morgunblaðsins, Freysteinn Jóhannsson (frændi hennar Öddu Aspelund, notaði í úttekt síðasta sunnudagsblaði. Þar fjallaði hann af stakri silld um ástir og örlög fráfarandi ríkisstjóra í New York sem nýlega komst í heimspressuna.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?