<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 23, 2008

Styrmir hættir eftir rúman mánuð
Óli Steph tekur við af Styrmi 2. júní. Ekki Ólafur Stefánsson heimspekingur heldur Ólafur Þ. Stephensen. Reyndar kalla Gleðipinnarnir, Dóri Magg og Óli Veltir, hann aldrei annað en Óla spælegg en það er nú önnur saga og fyndnari. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, sérstaklega ekki eftir að ákveðið var að Þór Sigfússon kæmi inn sem stjórnarformaður. Spennandi að sjá hvort Óli ætli sér að breyta einhverju á Mogganum eða ekki. Miðað við fréttatilkynninguna þá virðist vera að viðskiptadeildin og íþróttadeildin eigi að bæta á sig öðru blaði þ.e.a.s 24 stundum. Væntanlega á sömu vöktum og fyrir sömu laun. Óneitanlega vonbrigði að Trausti Salvar skyldi ekki taka við sem ristjóri 24 stunda. Þá hefði reðurfréttum fjölgað til mikilla muna en þær eru svar Trausta við veðurfréttum. Reyndar er merkilegt með 24 stundir að þar eru ritstjóraskipti tíðari en borgarstjóraskipti og er þá vel í lagt.
Passið ykkur á myrkrinu í einn dag í viðbót.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?