<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 20, 2008

Handbolti.is að hætta ?
Eyjamaðurinn Hlynur Sigmarsson mun hafa gefið það út að hann ætli að hætta afskiptum af handbolta. Held að hann hafi meðal annars látið þetta flakka í þættinum hjá umboðsmanni mínum, honum Henry. Kominn er í gang undirskriftarlisti á netinu þar sem Hlynur er hvattur til að halda afskiptum sínum af handbolta áfram. Þetta er í sjálfu sér svolítið loðið; hvort þar sé átt við annað formannsframboð eða halda áfram að starfa fyrir ÍBV eða hvað. En það sem skiptir kannski mestu máli er hvort handbolti.is deyji drottni sínum með Hlyni, sem hefur verið aðalmaðurinn í því að halda þeim vef á lofti eftir því sem ég best veit. Frábært framtak og löngu tímabært. Það er náttúrulega ekki hægt að pína menn til þess að halda sjálfboðavinnu áfram, ef þeir vilja á annað borð hætta, en hins vegar er mjög mikilvægt að handbolti.is starfi áfram með svipuðum formerkjum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?