Sunday, May 18, 2008
Óður til Ólafs
Ég hef verið að reyna að melta það sem ég varð vitni að í gegnum imbann fyrir viku, þegar Ólafur Stefánsson snéri niður Evrópumeistara Kiel við annan mann, Árpád Sterbik að nafni. Bara nafnið Sterbik gefur einhvern veginn til kynna að þarna sé tröll á ferðinni sem hefði getað átt heima í Njálu. Hann sá um að verja þegar mikið lá við og hans þáttur var ekki lítill í þessum sigri Ciudad á Kiel. Hinn aðilinn sem sá vann þrekvirki var náttúrulega Óli Stef. Ég hafði forðast það að ráðast fram á ritvöllinn strax að leik loknum, þar sem maður væri kannski að einhverju leyti blindaður af þjóðernisrembingi og áralangri aðdáun á þessum íþróttamanni. En í fullri yfirvegun og lágmarksþynnku þá er hægt að segja að Óli hafi gert nokkuð sem ég, (og kannski fleiri), taldi að væri ekki hægt.
Að mæta til Þýskalands með tveggja marka tap á bakinu og taka titilinn af ríkjandi Evrópumeisturum á þeirra eigin heimavelli er í sjálfu sér nógu mikið afrek. En þá á eftir að setja inn í jöfnuna að Ciudad var með laskað lið. Það vantaði fjóra sterka menn: Metlicic sem getur hvílt Óla, Davis, Rutenka og Urios sem spilaði svo gott sem ekkert. Allir teljast þeir yfir meðallagi frambærilegir handboltamenn og er þá ekki fast kveðið að orði. Ofan á þetta bætist að leikmenn sem gefa sig út fyrir að vera alvöru handboltamenn eins og Entrerios og Pajovic, þeir voru ekki að gera mikið. Í það minnsta ekki gæfumuninn. Það gerði hins vegar 35 ára gamall heimsspekingur, sem ýmsir sjálfskipaðir spekingar, nánast afskrifuð í ræðu og riti fyrir nokkrum árum síðan. Það er ekki síður merkilegt að horfa til þessarar frammistöðu með það til hliðsjónar. Tólf mörk á móti Kiel í úrslitaleik Meistaradeildar, eitt skot í stöng og eitt varið. Í markinu gegnt Ólafi stóð Thierry Omyer sem er ekki að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni. Sá maður hefur gegn lykilhutverki í sigri tveggja liða í Meistaradeildinni á undanförnum árum; Kiel og Montpellier. Þegar allt er lagt saman þá var frammistaða Óla í raun lygileg og verður vart leikinn eftir. Auk hans lagði Kallmann sitt af mörkum í sókninni og skoraði að mig minnir í kringum tíu mörk. En þau voru nánast öll úr dauðafærum. Hraðaupphlaupum og galopnum hornafærum. Óli skoraði mörg sinna marka utan punktalínu, bæði með uppstökkum og af gólfinu. Nokkur úr vítum, tvö hraðaupphlaup og eitt gegnumbrot ef ég man rétt. Auk þess að fiska vítaköst og leggja upp mörk. Það var yfirgengilegt að horfa á þetta og í kjölfarið nokkuð fyndið að sjá Ciudad taka á móti bikarnum með 11 þúsund Þjóðverja bauland í höllinni.
Var sonur Gríms rakara ekki örugglega búinn að næla í hann Fálkaorðunni?
Ég hef verið að reyna að melta það sem ég varð vitni að í gegnum imbann fyrir viku, þegar Ólafur Stefánsson snéri niður Evrópumeistara Kiel við annan mann, Árpád Sterbik að nafni. Bara nafnið Sterbik gefur einhvern veginn til kynna að þarna sé tröll á ferðinni sem hefði getað átt heima í Njálu. Hann sá um að verja þegar mikið lá við og hans þáttur var ekki lítill í þessum sigri Ciudad á Kiel. Hinn aðilinn sem sá vann þrekvirki var náttúrulega Óli Stef. Ég hafði forðast það að ráðast fram á ritvöllinn strax að leik loknum, þar sem maður væri kannski að einhverju leyti blindaður af þjóðernisrembingi og áralangri aðdáun á þessum íþróttamanni. En í fullri yfirvegun og lágmarksþynnku þá er hægt að segja að Óli hafi gert nokkuð sem ég, (og kannski fleiri), taldi að væri ekki hægt.
Að mæta til Þýskalands með tveggja marka tap á bakinu og taka titilinn af ríkjandi Evrópumeisturum á þeirra eigin heimavelli er í sjálfu sér nógu mikið afrek. En þá á eftir að setja inn í jöfnuna að Ciudad var með laskað lið. Það vantaði fjóra sterka menn: Metlicic sem getur hvílt Óla, Davis, Rutenka og Urios sem spilaði svo gott sem ekkert. Allir teljast þeir yfir meðallagi frambærilegir handboltamenn og er þá ekki fast kveðið að orði. Ofan á þetta bætist að leikmenn sem gefa sig út fyrir að vera alvöru handboltamenn eins og Entrerios og Pajovic, þeir voru ekki að gera mikið. Í það minnsta ekki gæfumuninn. Það gerði hins vegar 35 ára gamall heimsspekingur, sem ýmsir sjálfskipaðir spekingar, nánast afskrifuð í ræðu og riti fyrir nokkrum árum síðan. Það er ekki síður merkilegt að horfa til þessarar frammistöðu með það til hliðsjónar. Tólf mörk á móti Kiel í úrslitaleik Meistaradeildar, eitt skot í stöng og eitt varið. Í markinu gegnt Ólafi stóð Thierry Omyer sem er ekki að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni. Sá maður hefur gegn lykilhutverki í sigri tveggja liða í Meistaradeildinni á undanförnum árum; Kiel og Montpellier. Þegar allt er lagt saman þá var frammistaða Óla í raun lygileg og verður vart leikinn eftir. Auk hans lagði Kallmann sitt af mörkum í sókninni og skoraði að mig minnir í kringum tíu mörk. En þau voru nánast öll úr dauðafærum. Hraðaupphlaupum og galopnum hornafærum. Óli skoraði mörg sinna marka utan punktalínu, bæði með uppstökkum og af gólfinu. Nokkur úr vítum, tvö hraðaupphlaup og eitt gegnumbrot ef ég man rétt. Auk þess að fiska vítaköst og leggja upp mörk. Það var yfirgengilegt að horfa á þetta og í kjölfarið nokkuð fyndið að sjá Ciudad taka á móti bikarnum með 11 þúsund Þjóðverja bauland í höllinni.
Var sonur Gríms rakara ekki örugglega búinn að næla í hann Fálkaorðunni?