<$BlogRSDURL$>

Thursday, July 17, 2008

Munnmælasögur#84
Þessi saga er glóðvolg úr villta vestrinu en Baldur Smári vinur minn hefur í sumar hreiðrað um sig í foreldrahúsum á Holtastígnum, þar sem yfir standa framkvæmdir á heimili hans á Völusteinsstræti. Foreldrar hans hafa verið talsvert að heiman í sumar og hefur Baldur séð um húsið og sem að því snýr. Garðurinn hjá þeim sómahjónum Einari og Gurrý er með þeim snyrtilegri í Víkinni. Um daginn höfðu þau verið að heiman í einvern tíma þegar Baldur gefur sig á tal við þá Hagbarð Marínósson og Elías Jónatansson. Þeir félagar spjölluðu um daginn og veginn eins og gengur. Talið berst að heimkomu Baldurs á Holtastíginn og lætur hann í ljós áhyggjur sínar af því að hann væri ekki búinn að gera neitt í garðinum síðan foreldrar hans fóru úr bænum. Hafði Baldur af þessu nokkrar áhyggjur: "Ég bara verð að fara að taka til hendinni. Þetta er hrikalegt." Baldur er nú samviskusamur eins og hann á kyn til og höfðu þeir Hagbarður og Elías því ekki mikla trú á að komin væri órækt í túnið á Holtastígnum. Eins og endranær var Hagbarður snöggur til svars: "Já ég tók einmitt eftir því um daginn að það voru tvö strá lögst á hliðina !"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?