<$BlogRSDURL$>

Monday, August 25, 2008

Ólympíuhorn Gönna Seg#2
Gunnar Samloka Sigurðsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur frá Ólafsvík, hefur sent síðuhaldi annan Ólympíupistil. Gunnar er ávallt í leit að uppbyggilegum ábendingum fyrir íþróttahreyfinguna á Ísland og hefur undanfarna daga fagnað árangri íslenska landsliðsins í laumi, enda handbolti óþekktur í Ólafsvík. Þar sem Gunnar er hrifnæmur maður þá hafa silfurverðlaun Íslands fyllt hann bjartsýni og hér bregður hann óvæntri birtu á íþróttagreinar sem hann telur að Íslendingar gætu náð árangri í.

Olympiskt horn i hauk. Annar hluti. Vidbotarverdlaun

"Þegar litið er yfir farinn veg kemur í ljós að Íslendingar fengu verðlaun á Kínaleikum. Silfurverðlaun urðu raunin og er svo komið að bæði forseti landsins og einstaka ráðherrar sem og jú sótsvartur almúginn heldur vart vatni yfir stórkostlegu tapi landsliðsins í keppni um gullverðlaunin. Áður höfðu frónverjar unnið til silfurverðlauna sem og Frakkar en þessar þjóðir þurftu að spila um hvort gullverðlaun. Í þeim leik skeit landsliðið í ræpuna á sér.

Eins og gestaskrifari hefur oft bent á þá hafa frónverjar lagt tönn að verðlaunagripum ólympískra leika eða fjórum sinnum núna, ef frá eru teknir allir þeir gómar sem skipa síðustu verðlaun.

Það er hins vegar hægt að velta því fyrir sér hvort viðunandi árangur LÍ (liðs Íslands) á kínaleikum hafi náðst. Ekki skal tíunda aftur vitleysuna að senda Árbæjarlaug á leikana eða hálfslasaða frjálsíþróttakempur né aðra sem aldrei áttu vonargníst um verðlaun.

Til að viðunandi árangur hefði náðst hefði verið skynsamlegt að senda kraftlyftingamenn okkar á leikana. Gestaskrifara þykir það furðu sæta að allir þeir tröllvöxnu landshetjur sem halda á steinvölum, lyfta vöruflutningabílum og halda hrossum uppi öll sumur hafi ekki verið sendir á leikana. Oftar en ekki höfum við heyrt um styrk frónverja en aldrei hefur það verið áreint hvort fótur sé fyrir þessum styrk eður ei.

Sú íþrótt sem flestir frónverjar hafa ástundað síðustu hagsældarár er trampólínhopp. Í slíkri hagsældaríþrótt er keppt á ólympískum leikum. Það snýr við öfugt að ekki hafi fundist einn einasta ungmenni til að keppa í íþróttinni hér á landi.

Hrossavesen hefur verið mikið hér á landi. Frónverjar eiga hvurn heimsmeistarann á skeifu hverrri. Hross skipa sess á ólympískum leikum. Þar hoppa sum yfir rár og slár en ljóst er, sökum stærðar íslenskra hrossa, að ekki myndi nást gríðarlega góður árangur í þeirri íþrótt. Hinsvegar eru hross á ólympískum látin gera kúnstir. Þar stendur íshrossið sig vel enda búin fleiri gírtegundum en önnur hross. Þetta hefur sýnt sig og sannað á hrossadögum sem haldnir eru með góðu millibili í hrossahöllum landsins.

Ein er sú íþrótt sem á hvað best við um landann. Hér er átt við um þríþraut. Hér gætu Ermasunds Benediktar komið sterkir inn og með nokkurri þjálfun á reiðfákum þá ætti reiðhluti þrautarinnar varla að reynast ljár í þúfu, enda hafa fleiri orðið úti á hjólum sínum á hringvegi en ástunda þríþrautina í heiminum. Skokkhlutinn er léttur leikur. Glitnis- jónsmessu, áramóta og nýárs maraþon eru þreytt í sífellu.

Annar hver maður drepur dýr með byssum hér á landi. Þannig hafa þeir einstaklingar þurrkað upp fleiri tugi fuglategunda svo sem rjúpu og annan pinnamat. Hreindýr fá blý oftar en ekki í augntóftina enda nýtur drápsíþrótt mikilla vinsælda hér á landi. Í drápsíþróttum er keppt á ólympískum. Ef gefið er að nær 100 þús manns séu í skotveiði þá er Íslands stærsta skotveiðiþjóð heims á eftir Bandaríkjamönnum og Finnum. Per Capita.

Ekki þarf að tíunda heldur með kajakróður en menn sigla strandlengju frónverja á hverjum degi einungis til þess eins að safna klinki fyrir sjúka.

Að síðustu má ekki gleyma langhlaupum. Þar eru Keníubúar fremstir í heimi en Gestaskrifari man ekki betur en að stjórnvöld eigi möguleika á því að næla í einn slíkan, fyrir skít og kanill. Sá gæti keppt á næstu ólympískum enda óvitað um aldur hans.

Með fyrirfram þökkum
Gestaskrifari"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?