<$BlogRSDURL$>

Sunday, August 24, 2008

Munnmælasögur#86
Einhvern tíma var einkaklipparinn Eiríkur Ingi Lárusson á leið frá Reykjavík til Bolungarvíkur. Hann ákveður að fljúga til Ísafjarðar. Innanlandsflugið á Íslandi þykir með dýrasta móti en Eiríkur er séður í fjármálum eins og fleiri í hans fjölskyldu. Eiríkur hringdi því í frænda sinn Þorlák Ragnarsson starfsmann Flugfélags Íslands á Ísafirði. Þorlákur reyndi á sínum tíma að berja Arsenal uppeldi inn í litla frænda sinn með bókstaflegum hætti en þrátt fyrir það er Eiríkur harður stuðningsmaður Newcastle United. Bað Eiríkur frænda sinn um að bóka sig og finna fyrir sig ódýrt fargjald. Eftir einhverjar samningaviðræður fær Eiríkur frænda sinn til þess að beygja reglurnar á laufléttan hátt og bóka sig á ÍSÍ fargjaldi. Þegar Eiríkur mætir á Reykjavíkurflugvöll þá finnur starfsmaðurinn á vellinum enga bókun í nafni Eiríks Inga Lárussonar. "Þessi bókun hefur eitthvað skolast til því þú ert ekki bókaður," sagði starfsmaðurinn. Þá benti Eiríkur á að bókunin hefði varla getað skolast til því það hefði verið starfsmaður Flugfélagsins á Ísafirði sem hefði bókað hann. Hann hefði því ekki verið að gera þetta sjálfur á netinu. Eiríkur bendir starfsmanninum á að þetta sé jafnframt á ÍSÍ fargjaldi. Starfsmaðurinn heldur áfram að leita en finnur enga bókun á Eirík Inga Lárusson og spyr hvort mögulegt sé að bókunin sé á öðru nafni. Eiríki fannst afar ólíklegt að svo væri. Þá spyr starfsmaðurinn nokkuð hikandi: "Eeeeehhhh Ert þú nokkuð Obafemi Martins ???"

Þorlákur hafði þá sum sé bókað frænda sinn undir nafni knattspyrnumanns frá Nígeríu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?