<$BlogRSDURL$>

Saturday, September 13, 2008

Munnmælasögur 89 (aukaútgáfa)

Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon yfirmaður rafmagns á Vestfjörðum, vakir af manngæsku sinni yfir þessu síðuhaldi eins og jólastjarnan yfir Betlehem. Honum er farið að leiðast hve hér hefur verið lítið uppfært upp á síðkastið og sendi því ritstjórninni línu og óskaði eindregið eftir birtingu. Er því hér með tekið fagnandi:

"Sæll Engill,

Var fyrir tilviljun fyrst núna að lesa pistilinn þinn um samhjálp í síldartunnu og get sagt að sjálfur hef ég lent í ekki ósvipuðu atviki.

Einu sinni á námsárum í Reykjavík þurfti ég að bregða mér í kringluna sem þá var stærsta moll landsins, þótt sjálfum líki mér betur við Glæsibæ. Þegar ég skundaði inn vat sér að mér maður sem var svona drellifínn í tauinu og spurði mig hvort ég hefði fundið Jesú? Ég auðvitað spurði blessaðan manninn á móti hvar hann hefði týnt honum og ætlaði þá allt vitlaust að verða. Mannkertið elti mig um allt, frussaði af illsku yfir nýstraujuð fermingarfötin sín og boðaði fyrir mig prívat heimsendi og galdramessur!

bestu kveðjur
HáEmm"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?