<$BlogRSDURL$>

Monday, November 17, 2008

Blóðbankinn er ekki farinn á hausinn
Síðuhaldari fór í dag í Blóðbanka Ólafs Helga og gaf blóð í fyrsta skipti. Leið síðuhaldara betur í brisinu á eftir. Reyndar hafði gjaldkerinn sem tók við innlögninni mjög gaman að því að skoða niðurstöðurnar úr prufunni sem tekin var úr mér fyrir einhverjum mánuðum. Síðuhaldari mun víst hafa sett einhvers konar innanhússmet í járnmagni. Mér skilst að lágmarkstala fyrir járn sé 8 til þess að maður megi gefa blóð. Síðuhaldari mældist með 345! Þetta fannst gjaldkeranum fyndið. Ég átta mig ekki á því hvers vegna þetta er. Það eina sem mér dettur í hug sem líkleg ástæða, er aðfarir Guðmundar Gunnarssonar, fyrrum flugfreyjumanns, við að blanda mjólkuhristing á Shell-skálanum á árum áður. Guðmundur var/er náttúrulega léttur sem fjöður og réð ekkert við mótorinn í hristaranum, heldur þeyttist bara með eins og Mary Poppins í tíu vindstigum. Guðmundur skóf því alltaf allt járn innan úr dollunum þegar hann var að útbúa hristinginn. Mér finnst líklegt að viðskiptavinir Shell-skálans á þeim tíma séu með mun hærra járnmagn í blóði en aðrir.
Passið ykkur á myrkrinu

This page is powered by Blogger. Isn't yours?