Monday, December 15, 2008
Orðrétt
Síðuhaldari gerði sér glaðan dag og gekk meðal mannanna í samfélaginu. Þrátt fyrir mikinn þrýsting djúpu lægðarinnar sem skall í andliti var fátt betra en gangan, í raun var ekki um annað að ræða en eins og glöggvir lesnendur Síðuhalds vita þá er bílaeignarhald heimilisins ekkert. Í göngu þessar lagði Síðuhaldri ljót orð í garð flutningamanns og annars manns sem flutningamaðurinn aðstoðaði við við Við flutninga.
"Verði þið lengi að þessu þarna?" kallaði Síðuhaldari þegar ljóst var að bíll kom í veg fyrir Síðuhaldari kæmist fótgangandi leiðar sinnar.
"Já við verðum alveg hrikalega lengi" sagði maður.
"Þið verðið að stugga eitthvað við þessu apparati hérna svo ég geti komist leiðar minnar" Sagði Síðuhaldari glaðvaskur í bragð
"Hvert í andskotanum eigum við að færa hann" illkallaði einn kallanna en í orðatón hans mátti greina að honum fannst Síðuhaldari vera frekar tregur
"Heyrðu þarna" Kallaði Síðuhaldari..."afsakið en mér finnst þið vera fábjánar. Alveg hreint ilmandi miklir fábjánar" kallaði Síðuhaldari og labbaði nokkra tugi til að komast að Keldu Króksins.
Á leið þessari gekk Síðuhaldari fram að húsnæði mæðrastyrksnefndar. Þar var úthlutunardagur og þétt skipað af bílum í margra metra radíússi. Síðuhaldari velti því fyrirsér hvurskonar fátækt myndi liggja í því að leggja stórum Jeppum, i sumum tilvikum og í öðrum tilvikum Jeppum með einkanúmersplötur, fyrir utan mæðrastyrksnefnd. Það er hægt að greiða hátt í 10 þúsund kr. per. mán í tryggingar, fábjánamikið í eldsneyti, þvíumlíkt í bifreiðagjöld og önnur rekstrargjöld af kvikyndinu. Svo mikið að það verður trukkast niður í mæðrastyrksnefnd og fá poka af mat. Síðuhaldari átti ekki til aukatekið orð og hrækti á götuna.
- Gunnar Samloka Sigurðsson, mastersnemi og mentor, á síðuhaldi sínu þann 11. desember 2008.
Síðuhaldari gerði sér glaðan dag og gekk meðal mannanna í samfélaginu. Þrátt fyrir mikinn þrýsting djúpu lægðarinnar sem skall í andliti var fátt betra en gangan, í raun var ekki um annað að ræða en eins og glöggvir lesnendur Síðuhalds vita þá er bílaeignarhald heimilisins ekkert. Í göngu þessar lagði Síðuhaldri ljót orð í garð flutningamanns og annars manns sem flutningamaðurinn aðstoðaði við við Við flutninga.
"Verði þið lengi að þessu þarna?" kallaði Síðuhaldari þegar ljóst var að bíll kom í veg fyrir Síðuhaldari kæmist fótgangandi leiðar sinnar.
"Já við verðum alveg hrikalega lengi" sagði maður.
"Þið verðið að stugga eitthvað við þessu apparati hérna svo ég geti komist leiðar minnar" Sagði Síðuhaldari glaðvaskur í bragð
"Hvert í andskotanum eigum við að færa hann" illkallaði einn kallanna en í orðatón hans mátti greina að honum fannst Síðuhaldari vera frekar tregur
"Heyrðu þarna" Kallaði Síðuhaldari..."afsakið en mér finnst þið vera fábjánar. Alveg hreint ilmandi miklir fábjánar" kallaði Síðuhaldari og labbaði nokkra tugi til að komast að Keldu Króksins.
Á leið þessari gekk Síðuhaldari fram að húsnæði mæðrastyrksnefndar. Þar var úthlutunardagur og þétt skipað af bílum í margra metra radíússi. Síðuhaldari velti því fyrirsér hvurskonar fátækt myndi liggja í því að leggja stórum Jeppum, i sumum tilvikum og í öðrum tilvikum Jeppum með einkanúmersplötur, fyrir utan mæðrastyrksnefnd. Það er hægt að greiða hátt í 10 þúsund kr. per. mán í tryggingar, fábjánamikið í eldsneyti, þvíumlíkt í bifreiðagjöld og önnur rekstrargjöld af kvikyndinu. Svo mikið að það verður trukkast niður í mæðrastyrksnefnd og fá poka af mat. Síðuhaldari átti ekki til aukatekið orð og hrækti á götuna.
- Gunnar Samloka Sigurðsson, mastersnemi og mentor, á síðuhaldi sínu þann 11. desember 2008.