<$BlogRSDURL$>

Tuesday, March 24, 2009

Munnmælasögur#98
Nú er Munnmælasaga númer 100 innan seilingar og verður hún af dýrari gerðinni en þá verður rykið dustað af af einhverju frægasta prakkarastriki vestfirskra gleðipinna. Vestfirska pressan gerði málinu skil á sínum tíma. Fleira verður ekki gefið upp að sinni en farið ekki langt eins og sagt er í sjónvarpinu. Hér kemur hins vegar saga númer 98 en Harald Pétursson, frændi minn og símasölumaður dauðans, óskaði eindregið eftir því að þessi saga yrði birt. Er best að verða við því en Harald sagði söguna sjálfur í stórafmæli hjá móður sinni.

"Í gamla daga voru einu sinni eða tvisvar haldin partý þegar foreldrar mínír brugðu sér af bæ. Helga og Pétur Guðni bjuggu sem kunnugt er í næstu götu á Holtastíg en íbúar þeirrar götu voru nú alla jafna kvöldsvæfari en íbúar Traðarstígsins. Þó gat það komið fyrir að Helga átti erfitt með að festa svefn ef ungarnir hennar voru úti á galeiðunni. Svo heppilega vildi til að Helga var með beina sjónlínu úr eldhúsinu hjá sér og inn um stofugluggann heima hjá okkur á Traðarstíg 11. Eitt sinn vildi svo einkennilega til að partý var í gangi á Traðarstígnum og hafði verndari þessa bloggs, Halldór Magnússon, verið að snúa stelpunum eins og skopparakringlum á stofugólfinu, enda Halldór annaálaður séntilmaður og hefur unnið ófáa sigrana á dansgólfinu. Daginn eftir varpaði Helga fram þessari frægu spurningu til Örnu dóttur sinnar: "Við hvern varst þú að dansa í stofunni hjá Jóni Friðgeir klukkan fjögur í nótt?"

Bróðir minn heitinn kallaði Helgu aldrei annað en Aspelund gervitunglið eftir þetta!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?