<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 01, 2009

Munnmælasögur#99
Blogg fólksins gerir kunnugt að Munnmælasaga númer 100 mun fara í loftið nk föstudag en hún segir af einu frægasta prakkarastriki Vestfirskra Gleðipinna. Síðuhaldari mun fylgjast grannt með teljaranum á föstudaginn enda er um stórviðburð að ræða í bloggheimum. Farið því ekki langt.

Saga númer 99 er margra ára gömul og gerist þegar Hnífsdælingarnir, Jón Áki Leifsson og Indriði Óskarsson, voru ungir. Sum sé gömul saga. Voru þeir félagar staddir í gleðskap í Reykjavík líklega einhvern tíma eftir menntaskólaárin í MÍ. Indriði er sonur Óskars hákarls sem til margra ára var heimsfrægur hákarlsverkandi í Hnífsdal. Indriði og bræður hans aðstoðuðu jafnan föður sinn við reksturinn eins og gengur og gerist í góðum fjölskyldufyrirtækjum. Í þessum gleðsskap var Indriði í kurteisisspjalli við einhverjar stelpur að vestan. Indriða fannst þetta nú bara ganga nokkuð vel hjá sér og var fullur bjartsýni en Jón Áki sat álengdar og fylgdist með samræðunum. Ein stelpan spyr Indriða vingjarnanlega: "Jæja Indriði - ert þú ekki alltaf í hákarlinum?" Jón Áki greip snögglega inn í og galaði yfir stofuna: "Nei nei nei. Þetta eru bara sokkarnir hans"!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?