<$BlogRSDURL$>

Saturday, April 18, 2009

Orðrétt
"Ég lærði það dálítið snemma í stjórnmálum að sumir sem eru mikið á yfirborðinu, þeir reyna að koma svona merkimiða á andstæðinga sína". Á þessa leið svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Sölvi Tryggvason spurði hann að því í einkaviðtali sem Skjár 1 sýndi við leiðtoga vinstrigræna, nú viku fyrir kosningar, hvernig hann svaraði þeim sem teldu hann vera einhverskonar "mosakommúnista". Og Steingrímur bætti við: "Oftast eru þetta aðilar sem treysta sér ekki í rökræðuna, þeir eru bullandi á yfirborðinu." Nei, Steingrímur kann ekki við það þegar menn reyna að klína einhverjum svona merkimiðum á pólitíska andstæðinga enda hefur hann í áratugi vitað að það gera bara yfirborðsmenn. Svona eins og þeir sem alla daga æpa "nýfrjálshyggjumaður, nýfrjálshyggjumaður" að andstæðingum sínum. "Komdu þér í stuttbuxurnar drengur", kallaði virðulegur fjármálaráðherra lýðveldisins frammí fyrir alþingismanni sem í fyrradag gagnrýndi yfirvofandi skattahækkanir vinstrigræna úr ræðustóli alþingis. En í sjónvarpsþáttum hefur Steingrímur J. Sigfússon mikla skömm á uppnefnandi yfirborðsmönnum. Honum finnst þeir líklega vera bæði gungur og druslur."

- Vef-þjóðviljinn í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?