<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 13, 2009

Munnmælasögur#103
Í mörgum bæjum er algengt að gælunöfn séu notuð í daglegu tali og þar er Bolungarvík engin undantekning. Slík nöfn festast gjarnan í minninu frekar en skírnarnöfnin sjálf. Einhverju sinni komu íslenskir ferðamenn í bæinn og fóru að spyrja heimamenn um fólk sem þau hefðu haft kunningsskap við. Þekktu þau ekki mjög náið en sögðust vilja banka upp á hjá þeim fyrst þau væru stödd í Víkinni. Spurðu þau einn Víkarann hvar þau og Jón og Guðbjörg byggju. Kannaðist hann ekki við að þau byggju í bænum. Ferðalangarnir spurðu því annan heimamann hvar Jón Guðfinnsson og Guðbjörg Hermannsdóttir byggju í bænum. Sá viðmælandi kannaðist ekki heldur við þetta fólk og var aðkomufólkið hætt að skilja í þessu. Þegar þau nefndu þetta við þriðja heimamanninn fengu þau svipuð viðbrögð. Þá létu þau fylgja með að þau héldu að gatan sem þau byggju við héti Höfðastígur. Þá kviknaði skyndilega á perunni hjá heimamanninum sem ekki hafði kannast við Jón Guðfinnsson og Guðbjörgu Hermannsdóttur. Sagði hann skyndilega: "Jaaaáaa. Evvi og Bugga. Þau búa hjá skólanum og heilsugæslustöðinni."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?