<$BlogRSDURL$>

Saturday, July 18, 2009

Orðrétt
"Svandís Svavarsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær og fór með langa þulu um að það væri "sannfæring" sín að Evrópusambandið hefði ótal og síversnandi galla, og virtist henni þykja það sem hið allra versta bandalag. Romsunni lauk á því að hún greiddi því atkvæði að alþingi Íslendinga tilkynnti um heim allan að það óskaði eftir því að Ísland gengi í þetta bandalag. Einhvern tíma kemur að því að menn skilja, að samþykkt alþingis í gær er nákvæmlega það. Yfirlýsing um að alþingi Íslands óski eftir því að Ísland renni inn í Evrópusambandið. Það er ekkert til sem heitir að "sækja um til að sjá hvað er í boði".

Ríkisútvarpið sagði stolt frá því í gærkvöldi að fjölmiðlar víða um heim hefðu greint frá því að Ísland hefði sent inngöngubeiðni í Evrópusambandið. Ríkisútvarpið tók ekki fram, hversu margir fjölmiðlanna hefðu orðað það svo að Ísland hefði ákveðið að fara í könnunarviðræður, bara til að sjá hvað væri í boði, en hefði í raun enga ákvörðun tekið um inngöngu.

Enda er það einungis í íslenskum fjölmiðlum og þingræðum vinstrigrænna sem menn láta eins og slíkar "umsóknir" séu til.

Af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins voru aðeins tveir sem í gær stóðu ekki með fullvalda og sjálfstæðu Íslandi. Það var kominn tími til að loksins færi eitthvað 14-2 fyrir Íslandi."

- Vef-þjóðviljinn föstudaginn 17. júlí 2009.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?