<$BlogRSDURL$>

Monday, March 22, 2010

Munnmælasögur#109
Þórður Gunnarsson, rannsóknarblaðamaður á Morgunblaðinu, kom að máli við síðuhaldara og heimtaði að hér yrði sögð ný munnmælasaga.

Í Munnmælasögu#87 var þess getið að Vestfirskir Gleðipinnar voru rændir í einum verslunarmannahelgar leiðangri sínum fyrir margt löngu. Þeir voru þá staddir í Atlavík og óprúttnir einstaklingar brutust inn í tjaldbúðir þeirra og stálu flestu steini léttara. Komust þjófarnir vissulega í feitt því Gleðipinnarnir höfðu ýmislegt misnauðsynlegt með sér í slíkar ferðir. Morguninn eftir reyndu Gleðipinnarnir að sleikja sárin þegar þeir áttuðu sig á því höggi sem þeir höfðu orðið fyrir. Undruðust menn mjög að enginn þeirra skyldi vakna við allan umganginn sem verknaðinum hlýtur að hafa fylgt. Heyrðist þá Benni Óskars umla: "Mér fannst ég rumska eitthvað í nótt og heyrðist einhver segja: Hér er ekkert meira að hafa"!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?