<$BlogRSDURL$>

Friday, December 24, 2010

Útvarpsviðburður
Það stefnir í epíska útvarpsþætti hjá þeim félögum Birgi Olgeirssyni, a.k.a Tankurinn og Rögnvaldi Magnússyni, a.k.a Pensillinn á Lífæðinni á milli hátíðanna. Í það minnsta man síðuhaldari ekki eftir útvarpsþætti í svipinn sem hefur keyrt jafn metnaðarfullar auglýsingar. Þó er erfitt að átta sig á því af hverju síðuhaldara bregður fyrir í annari auglýsingunni en það er svo sem aukaatriði.

Auglýsing:

Auglýsing:

Passið ykkur á myrkrinu.

Orðrétt
"Við erum í Madison Square Garden, Hliðarenda þeirra Bandaríkjamanna, mekka íþróttanna"

- Svali Björgvinsson í lýsingu á leik New York Knicks og Miami Heat á Sýn á dögunum.

Sunday, December 19, 2010

Munnmælasögur#111
Harðjaxlinn Kristján Jón Guðmundsson þjálfaði meistaraflokk UMFB í knattspyrnu um tíma á níunda áratug síðustu aldar. Einhverju sinni að vori til stóð til að funda fyrir fyrsta leik sumarsins og halda svokallaðan töflufund þar sem farið væri yfir taktík og fleira. Liðið hafði vitaskuld búningaaðstöðu og æfingaaðstöðu í íþróttahúsinu en ekki tókst að sannfæra þáverandi yfirmann íþróttamiðstöðvarinnar um nauðsyn þess að fá fundaraðstöðu. Var því ákveðið að funda í hliðarsalnum í Félagsheimilinu. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á einhverjum bæjarbúum og ekki þótti við hæfi að knattspyrnuliðið væri að funda á barnum í plássinu. Þegar fundurinn átti að hefjast voru einhverjir leikmenn með áhyggjur af þessu og lýstu þeirri skoðun sinni að þetta væri ekki mjög heppilegt fyrirkomulag. Spyr þá einn leikmannnanna: "Er virkilega enginn betri staður í bænum til þess að halda töflufund heldur en pöbbinn?" Kristján hafði ekki miklar áhyggjur af þessu en var fljótur til svars. "Jaa það væri þá helst apótekið."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?