<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 04, 2004

Blogg fólksins
Kæru 90% þjóðarinnar. Jæja, þá er landsbyggðarskúnkurinn bara farinn að nýta sér alnetstæknina í sína þágu. Búinn að henda frá sér fjöðrinni og sestur fyrir framan lyklaborðið. Er það reyndar ekki komið til af góðu, heldur vegna þess að ég er að taka áfanga sem heitir textagerð og tilheyrir Hagnýtri fjölmiðlun. Þar hefur okkur verið falið það verkefni að halda dagbók fram í apríl. Ég mun því deila með ykkur hugrenningum mínum, eða blogga eins og unga fólkið í dag kallar þetta, reglulega fram í apríl. Ef mér líkar og ef lesendum verður gróflega misboðið þá kann að verða framhald á þessu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?