<$BlogRSDURL$>

Tuesday, February 10, 2004

Djöfullinn danskur.
Já ég segi nú bara eins og maðurinn sagði; djöfullinn danskur! Ég var að fylgjast með morgunsjónvarpinu um daginn og þá var pistill frá fréttaritara þeirra í Danmörku, sem ég man ekki hvað heitir en nafnið er afskaplega danskt/íslenskt. Nema hvað, pistillinn var sérlega skemmtilegur, aðallega vegna fréttar um athafnasemi danskra glæpamanna. En dæmdir danskir glæpamenn eru svo störfum hlaðnir að þeir bara mega ekkert vera að því að sitja af sér dóma. Þá grípa þeir að sjálfsögðu til þess augljósa ráðs að borga mönnum fyrir að sitja inni fyrir sig. Mun þetta ekki vera mjög snúinn aðgerð þar sem ekki er athugað hvort nýir fangar séu þeir sem þeir gefa sig út fyrir að vera. Þeir trítla inn í fangelsin með einhvers konar vottorð frá dómstólum um að þeir hafi fullan rétt á því að búa tímabundið í viðkomandi fangelsi og þeir sem raunverulega eiga að sitja inni, geta haldið áfram að sinna sínum störfum utan veggja fangelsins. En þar sem Danir eru í einstaklega góðu andlegu jafnvægi þá láta þeir ekki smámuni sem þessa raska ró sinni, og mun þetta trix glæpamanna hafa verið alkunna þar um slóðir í nokkurn tíma, án þess að ástæða hafi þótt til þess að bregðast sérstaklega við þessu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?