<$BlogRSDURL$>

Saturday, February 14, 2004

Evrópumeistararnir tóku Ragga úr umferð
Ánægður með Ragga vin minn Óskars núna. Skoraði sex mörk á miðvikudagskvöldið gegn toppliðinu Montpellier í leik sem Dunkerque vann með tveimur mörkum. Hjá Montpellier eru ekki neinir pappakassar enda sigraði liðið í Meistaradeildinni síðasta vor. Maðurinn með krullurnar var víst í stuði og var tekinn úr umferð á lokakafla leiksins. Í markinu hjá Montpellier er aðalmarkvörður Frakka; Omeyer, en Ragga virðist ganga ótrúlega vel gegn stóru liðunum, hann setti til dæmis 11 mörk gegn Chambery þar sem króatíski landsliðsmarkvörðurinn; Sola leikur. En þetta er auðvitað ekki nægilega sannfærandi til þess að fá tækifæri með landsliðinu. Brunahaninn í gallabuxunum þarf ekki á mönnum að halda sem geta skorað hjá sterkum vörnum og góðum markvörðum, því sóknarleikurinn hefur verið svo geysilega sannfærandi á síðustu tveimur stórmótum. Eitthvað virðast blaðamennirnir í Frakklandi hafa rýmri reglur heldur en kollegar þeirra hérlendis, því eitt franska blaðið sagði eftir Montpellier leikinn að "litli djöfullinn frá Íslandi hefði átt stórleik"!!! Ég er nú hræddur um að slík ummæli kæmust ekki í gegnum próförkina á Mogganum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?