Thursday, February 05, 2004
Hornsteinar landsins braka
Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meirihluti.
- Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, 8. grein.
Forsetamálið hefur tröllriðið íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga og skal alla undra. Er það til marks um hversu lítið er að gerast í íslenskri pólitík, þegar reynt er að gera stórmál úr því að sonur Gríms rakara sé ekki viðstaddur 7 mínútna fund. Fólk virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir því að alþýðumenn eins og hann verða að fá frið til þess að velta fyrir sér stöðu fátækra á Íslandi. Færa má fyrir því sannfærandi rök að forsetaembættið sé yfirleitt óþarft og sé eingöngu byrði á skattborgurum. Slík umræða hlýtur að eiga eftir að komast á flug þegar sá sem nú gegnir embættinu sér ekki ástæðu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis heimastjórnarinnar. Það að hann sé ekki beinn þáttakandi í hátíðarhöldunum gerir hann ekki sjálfkrafa að píslarvætti sem neyðist til þess að sleikja sár sín erlendis. Forsetinn hefur margoft verið viðstaddur knattspyrnulandsleiki þrátt fyrir að hann fái ekki að vera við hlið Eiðs Smára í framlínunni.
Annað sem pirrar mig varðandi þetta embætti er það að sigurvegari forsetakosninga á Íslandi þarf ekki að hafa áhyggjur af frekari kosningum ef hann er á annað borð kominn á Bessastaði. Því hinni óútreiknanlegu íslensku þjóðarsál finnst nefnilega dónaskapur að einhver bjóði sig fram gegn sitjandi forseta. Það er nefnilega það. Einkar lýðræðislegt sjónarmið. Til þess að einhver gæti boðið sig fram gegn sitjandi forseta og átt raunhæfa sigurmöguleika þá þyrfti viðkomandi forseti að gyrða niður um sig á blaðamannafundi. Þar fyrir utan skiptir nánast engu máli hvernig hann veldur embættinu. Ef þú ert Forseti Íslands þá er nóg að "koma vel fyrir". Auðvitað er mótframboð það besta sem getur komið fyrir sitjandi forseta á hverjum tíma. Þá fær hann viðbrögð frá kjósendum um hvernig hann er að standa sig.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meirihluti.
- Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, 8. grein.
Forsetamálið hefur tröllriðið íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga og skal alla undra. Er það til marks um hversu lítið er að gerast í íslenskri pólitík, þegar reynt er að gera stórmál úr því að sonur Gríms rakara sé ekki viðstaddur 7 mínútna fund. Fólk virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir því að alþýðumenn eins og hann verða að fá frið til þess að velta fyrir sér stöðu fátækra á Íslandi. Færa má fyrir því sannfærandi rök að forsetaembættið sé yfirleitt óþarft og sé eingöngu byrði á skattborgurum. Slík umræða hlýtur að eiga eftir að komast á flug þegar sá sem nú gegnir embættinu sér ekki ástæðu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis heimastjórnarinnar. Það að hann sé ekki beinn þáttakandi í hátíðarhöldunum gerir hann ekki sjálfkrafa að píslarvætti sem neyðist til þess að sleikja sár sín erlendis. Forsetinn hefur margoft verið viðstaddur knattspyrnulandsleiki þrátt fyrir að hann fái ekki að vera við hlið Eiðs Smára í framlínunni.
Annað sem pirrar mig varðandi þetta embætti er það að sigurvegari forsetakosninga á Íslandi þarf ekki að hafa áhyggjur af frekari kosningum ef hann er á annað borð kominn á Bessastaði. Því hinni óútreiknanlegu íslensku þjóðarsál finnst nefnilega dónaskapur að einhver bjóði sig fram gegn sitjandi forseta. Það er nefnilega það. Einkar lýðræðislegt sjónarmið. Til þess að einhver gæti boðið sig fram gegn sitjandi forseta og átt raunhæfa sigurmöguleika þá þyrfti viðkomandi forseti að gyrða niður um sig á blaðamannafundi. Þar fyrir utan skiptir nánast engu máli hvernig hann veldur embættinu. Ef þú ert Forseti Íslands þá er nóg að "koma vel fyrir". Auðvitað er mótframboð það besta sem getur komið fyrir sitjandi forseta á hverjum tíma. Þá fær hann viðbrögð frá kjósendum um hvernig hann er að standa sig.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.