<$BlogRSDURL$>

Friday, February 13, 2004

The office lofar góðu
Bresku verðlaunaþættirnir The Office hafa hlotið mikla athygli. Nú er verið að sýna fyrstu seríuna á RÚV og sá ég þátt nr. 2 af 6 í vikunni en ég missti af fyrsta þættinum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum enda hefur breskur húmor lengi höfðað til mín. Sérstaklega ef John Cleese og Rowan Atkinson hafa verið í stórum hlutverkum. Þeir eru reyndar ekki í Office þáttunum og raunar þekkti ég ekki einn leikara í þættinum. En ég get hlegið mikið að þessu rugli og fannst þetta vera í ætt við Fóstbræður og Svínasúpuna á köflum. Súrealískt spaug inn á milli. Mæli eindregið með þessum þáttum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?