Monday, February 16, 2004
Raðstrípari
Ég var að fletta gömlu DV og rakst þar á stórskemmtilega grein um Englending að nafni Mark. Seinna nafnið var Robins eða eitthvað í þá áttina (ekki þó sá er spilaði með United.) Þessi ágæti maður hefur unnið sér það til frægðar að vera heimsins snjallasti strípari. Hann hefur bókstaflega lyft strípihneigð í nýjar hæðir og hefur strípast á um 300 stórviðburðum. Nýjasta afrek hans var að hlaupa nakinn inn á völlinn í umtöluðum Super bowl leik í Bandaríkjunum um daginn. Segir Mark það vera hápunkt ferils síns en hann geti þó toppað það í sumar því hann hafi sett stefnuna á "þáttöku" á Ólympíuleikunum í Aþenu. Auk þess segir Mark að árið 2002 hafi verið einkar gott ár, því þá hafi hann meðal annars hlaupið nakinn inn á leik í úrslitaleik Meistaradeildinnar í knattspyrnu, og úrslitaleik Wimbledon tennismótsins ásamt fleiru. Hann segist jafnframt hafa sett heimsmet fyrir um tíu árum síðan er hann hljóp tvívegis inn á í sama leiknum í Hong Kong.
Þessum mikla afreksmanni er greinilega fátt óviðkomandi og spannar afrekaskrá hans viðburði af ýmsum toga, svo sem landsþing stjórnmálaflokka og beina lottóútsendingu svo fátt eitt sé nefnt. Af þessu hefur þó hlotist mikill kostnaður í gegnum tíðina, því auk farseðla og hótelreikninga þá er Mark jafnan sektaður fyrir atferli sitt. Hefur hann oft á tíðum verið vistaður í fangaklefum sökum fjárskorts en hann er atvinnulaus þar sem strípið er eingöngu sjálfboðavinna. Lögfræðingur hans segir að flestum finnist uppátækin vera fyndin og því hafi hann ekki verið dæmdur í fangelsisvist. Það hafi þó verið reynt en kvenkyns dómari hafi hlegið allan tímann er talsmaður ákæruvaldins flutti mál sitt. Mun henni hafa þótt sérlega fyndið þegar talsmaðurinn fullyrti "að samfélaginu stæði ógn af Mark þar sem hann væri raðstrípari!!!"
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Ég var að fletta gömlu DV og rakst þar á stórskemmtilega grein um Englending að nafni Mark. Seinna nafnið var Robins eða eitthvað í þá áttina (ekki þó sá er spilaði með United.) Þessi ágæti maður hefur unnið sér það til frægðar að vera heimsins snjallasti strípari. Hann hefur bókstaflega lyft strípihneigð í nýjar hæðir og hefur strípast á um 300 stórviðburðum. Nýjasta afrek hans var að hlaupa nakinn inn á völlinn í umtöluðum Super bowl leik í Bandaríkjunum um daginn. Segir Mark það vera hápunkt ferils síns en hann geti þó toppað það í sumar því hann hafi sett stefnuna á "þáttöku" á Ólympíuleikunum í Aþenu. Auk þess segir Mark að árið 2002 hafi verið einkar gott ár, því þá hafi hann meðal annars hlaupið nakinn inn á leik í úrslitaleik Meistaradeildinnar í knattspyrnu, og úrslitaleik Wimbledon tennismótsins ásamt fleiru. Hann segist jafnframt hafa sett heimsmet fyrir um tíu árum síðan er hann hljóp tvívegis inn á í sama leiknum í Hong Kong.
Þessum mikla afreksmanni er greinilega fátt óviðkomandi og spannar afrekaskrá hans viðburði af ýmsum toga, svo sem landsþing stjórnmálaflokka og beina lottóútsendingu svo fátt eitt sé nefnt. Af þessu hefur þó hlotist mikill kostnaður í gegnum tíðina, því auk farseðla og hótelreikninga þá er Mark jafnan sektaður fyrir atferli sitt. Hefur hann oft á tíðum verið vistaður í fangaklefum sökum fjárskorts en hann er atvinnulaus þar sem strípið er eingöngu sjálfboðavinna. Lögfræðingur hans segir að flestum finnist uppátækin vera fyndin og því hafi hann ekki verið dæmdur í fangelsisvist. Það hafi þó verið reynt en kvenkyns dómari hafi hlegið allan tímann er talsmaður ákæruvaldins flutti mál sitt. Mun henni hafa þótt sérlega fyndið þegar talsmaðurinn fullyrti "að samfélaginu stæði ógn af Mark þar sem hann væri raðstrípari!!!"
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.