<$BlogRSDURL$>

Friday, February 27, 2004

Skilnaður aldarinnar
Barbie er kominn aftur á markaðinn. Þetta er rosalegt. Þetta hlýtur bara að vera hjónaskilnaður aldarinnar en hún hefur sagt skilið við Ken, meðreiðarsvein sinn til margra áratuga. Enn hafa mér ekki borist neinar heimildir fyrir því hvað veldur en málið virðist allt saman vera afar dularfullt. Mér finnst ólíklegt að hún verði lengi á markaðnum en það er óneitanlega skemmtilegt að velta fyrir sér hver muni fylla skarð Kens. Ætli He-Man viti af þessu? Ég man ekki betur en að hann hafi verið einhleypur. Það yrði nú match made in heaven eins og Engilsaxarnir segja.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?