<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 18, 2004

Útihátíðarinnar í Viðey minnst
Politica félag stjórnmálafræðinema við HÍ hefur ákveðið að halda árshátíð sína í Viðey næstkomandi föstudag. Legg ég þann skilning í þessa staðsetningu að verið sé að minnast útihátíðarinnar frægu sem haldin var í Viðey árið 1984. Eins og glögg stærðfræðiséni átta sig á þá eru liðin 20 ár síðan sá frægi atburður átti sér stað og um áramótin fylgdi í kjölfarið mitt uppáhalds áramótaskaup. Það mætti segja mér að maður eigi eftir að láta einhverja frasana fljúga þegar líður á kvöldið. Fyrirmenni munu heiðra samkomuna með nærveru sinni, Felix Bergsson mun halda utan um veislustjórn og Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur . Minna má það nú ekki vera fyrir pínulitla deild innan HÍ.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?