<$BlogRSDURL$>

Friday, February 27, 2004

Tilvistarkreppa
Mér finnst geysilega spaugilegt að fylgjast með söngvaranum í 700 þúsund naglaspýtum í hlutverki sínu sem þáttastjórnandi í sjónvarpsþáttunum @. Mér sýnist kappinn vera í ákveðinni tilvistarkreppu. Það má segja að hann sé klofinn persónuleiki þegar hann er á skjánum. Þetta tvennt sem virðist togast á í honum er annars vegar að vera þessi mælski og þenkjandi sjónvarpsmaður (það er nú reyndar deyjandi fyrirbæri á Íslandi) eða þá rokkarinn mikli (frá Kasmír). Það er spaug sem vert er að fylgjast með þegar hann skiptir eldsnöggt úr "political correct" týpunni yfir í "fuck the system týpuna". Þetta fer einfaldlega ekki saman að mínu mati, hann verður að velja annað hvorn persónuleikann, annars endar hann bara vælandi í sófanum hjá Sirrý á Skjá 1. En þar fyrir utan þá óska ég lesendum góðrar helgar og megi gott djamm og lágmarksþynnka verða á vegi ykkar um helgina.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?