<$BlogRSDURL$>

Friday, February 13, 2004

Titillinn til Nallanna
Það má mikið ganga á ef Arsenal verður ekki enskur meistari þetta árið. Lið sem er taplaust þegar komið er fram í febrúar hlýtur að verða meistari. Ekki eru mínir menn í United sannfærandi. Ferdinandlausir munu þeir ekki þvælast mikið fyrir Nöllunum. Sir hrossatemjari ætti kannski að einbeita sér meira að boltanum og minna að veðreiðunum. Hann er nú kominn á þann aldur þar sem menn þurfa að fara að velja hvaða íþróttagrein þeir ætla að setja á oddinn. En maður verður bæði að kunna að taka tapi jafnt sem sigri. Því segi ég bara til hamingju Arsenal, well done.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?