<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 18, 2004

Tæknilegir örðuleikar
Þeir sem standa að þessari bloggsíðu hafa átt í smávægilegum tæknilegum örðuleikum, eða öllu heldur hef ég átt í erfiðleikum með tæknina. Þannig er mál með vexti að þessi bloggsíða hefur fengið gríðarlega mikil viðbrögð úti í þjóðfélaginu og á sér traustan lesendahóp sem er afar fjölmennur. Ýmsum hefur þó sviðið að ekki sé hægt að leggja orð í belg á síðunni enda bryddar síðuhaldari reglulega upp á vitsmunalegum umræðuefnum sem snerta alla þjóðina. Yfir mig hefur rignt svívirðingum á tölvupóstinum um að ég eigi að setja inn á síðuna eitthvað sem heitir "comment". Þar sem ég er afskaplega tæknilega þenkjandi þá mun það nú varla vefjast mikið fyrir mér. Ég bið því lesendur að sýna örlitla þolinmæði því úr þessu verður bætt von bráðar.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?