Wednesday, March 03, 2004
Afsagaðar haglabyssur
Vopnuð rán hafa verið tíð í borg óttans á undanförnum misserum. Maður kippir sér lítið upp við það þó maður heyri í fréttunum frásagnir á borð við; "ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopnum" eða "þjófarnir voru með lambúshettur og voru snöggir að láta greipar sópa". Þó svo að greint sé frá því að þjófar séu með haglabyssu þá er maður samt furðu dofinn, a.m.k. meðan þeir hafa ekki skotið neitt afgreiðslufólk. En þegar maður heyrir talað um "AFSAGAÐAR haglabyssur" já þá hrekkur maður við í sófanum og sperrir jafnvel annað eyrað. Já það er eitthvað ógnvægilegt við afsagaðar haglabyssur. Haglabyssu tengir maður bara við bónda með kindabyssu, en ef hún er afsöguð þá er þetta orðið allt annars eðlis. Enda tekur maður eftir því að fréttaþulirnir reyna að leggja eins mikla áherslu og þeir geta á orðið "afsöguð" þannig að maður sýpur hveljur. Frásagnir af afsöguðum haglabyssum geta orðið til þess að mann langar einna helst til þess að skríða undir rúm og koma ekki undan fyrr en með vorinu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Vopnuð rán hafa verið tíð í borg óttans á undanförnum misserum. Maður kippir sér lítið upp við það þó maður heyri í fréttunum frásagnir á borð við; "ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopnum" eða "þjófarnir voru með lambúshettur og voru snöggir að láta greipar sópa". Þó svo að greint sé frá því að þjófar séu með haglabyssu þá er maður samt furðu dofinn, a.m.k. meðan þeir hafa ekki skotið neitt afgreiðslufólk. En þegar maður heyrir talað um "AFSAGAÐAR haglabyssur" já þá hrekkur maður við í sófanum og sperrir jafnvel annað eyrað. Já það er eitthvað ógnvægilegt við afsagaðar haglabyssur. Haglabyssu tengir maður bara við bónda með kindabyssu, en ef hún er afsöguð þá er þetta orðið allt annars eðlis. Enda tekur maður eftir því að fréttaþulirnir reyna að leggja eins mikla áherslu og þeir geta á orðið "afsöguð" þannig að maður sýpur hveljur. Frásagnir af afsöguðum haglabyssum geta orðið til þess að mann langar einna helst til þess að skríða undir rúm og koma ekki undan fyrr en með vorinu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.