<$BlogRSDURL$>

Thursday, March 25, 2004

DV part 1
Hinum alræmda skeinipappír DV tókst að birta splunkunýja yfirheyrsluskýrslu í heild sinni um daginn. Telja ritstjórarnir þetta vera afskaplega eðlileg vinnubrögð og í sama streng tók Marshallaðstoðin fyrir hönd okkar félagsmanna í Blaðamannafélaginu. Ég get tekið undir þeirra sjónarmið að mörgu leyti varðandi skyldur blaðamanna gagnvart almenningi en ekki í þessu tilfelli. Er það vegna innihaldsins. Grétar nokkur gefur í yfirheyrslunni upplýsingar um skipulagða glæpastarfsemi sem hann telur vera af rússnesku bergi brotna. Þegar DV birtir þetta þá eru þeir búinir að setja fjölskyldu Grétars í lífshættu á nóinu. Nema ef vera skyldi að hann hafi logið þessu, en ekki er hægt að ganga út frá slíku. Mér virðist sem eitt helsta vopn slíkra glæpahreyfinga sé að valda ógn og skelfingu, líkt og Daltónar lögðu upp með í Lukku Láka bókunum. Nú er það opinbert að íslenskur starfsmaður þeirra hafa sagt til þeirra í lögregluyfirheyrslu. Það er því ekki óraunhæft að búast við aðgerðum að þeirra hálfu, því tæplega vilja þau að slíkt verði algengt á meðal starfsmanna og viðskiptavina þeirra. En Illugi Jökulsson og Mikael Torfason hafa auðvitað engar áhyggjur af því að slík fórnun fari fram fyrir málstaðinn þar sem þeir eru réttsýnir menn í leit að sannleikanum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?