<$BlogRSDURL$>

Monday, March 22, 2004

Endurkoma
Bið lesendur afsökunar á því að ekkert hefur verið uppfært hér um nokkra hríð. Ástæðan er sú að síðuhaldari þurfti nauðsynlega að bregða sér erlendis í viðskiptaerindum, nánar tiltekið til Manchester. Varðandi commentin við síðasta pistli, þá er ánægjulegt að sjá að Diskókóngurinn og driffjöður gleðisveitarinnar Abba Babb; sé farinn að leggja orð í belg á síðunni. Hins vegar huggnast mér ekki jafn vel að sölumaður dauðans G. Björns ætli að nota síðuna mína sem ókeypis auglýsingu fyrir Don Alfredo og aðra kornunga framsóknarmenn. En GB er hámenntaður í markaðsmálum og sér í hendi sér að annar eins lesendafjöldi og hér er ekki í boði annars staðar á alnetinu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?