<$BlogRSDURL$>

Thursday, March 04, 2004

Er Þórður Þreytti skemmtilegur?
Ég sá örlítið af Hlustendaverðlaunum FM á popptv um daginn enda hefur viðburðurinn ekki verið sýndur sjaldnar en 50 sinnum undanfarið. Það vakti athygli mína að einhverjum snillingum tókst að verðlauna Þórð Þreytta sem björtustu vonina, eða besta nýliðann eða eitthvað því um líkt. Kallar hann sig Love guru og tekur einhver gömul lög og mixar þeim einhvern veginn saman í einhvers konar Scooter útgáfu. Samkvæmt mínum heimildum var Þórður þessi eitt sinn starfsmaður í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og mun vera einhver slappasti starfsmaður sem rekið hefur á fjörur þess. Heimildarmaður minn tjáði mér að þar hefði hann aldrei verið kallaður annað en Þórður Þreytti. Á milli þess að starfa í Hnífsdal og vinna til verðlauna hjá FM þá drap hann fólk úr leiðindum sem útvarpsmaður í fjölda ára. Hengdi sig þar á Pétur Jóhann Sigfússon og lét hann halda sé á floti með skemmtilegheitum. Ég gef ekki mikið fyrir þennan apakött svo það sé á hreinu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?