Monday, March 08, 2004
Hraustir menn
Björn Borg er búinn að leggja til fjölgun í Víkingasveitinni eftir löglegt samráð við lögregluyfirvöld og aðra sem að slíku máli koma. Helgi Hjörvar er á meðal þeirra sem hafa stokkið fram á sjónarsviðið og má vart mæla fyrir hneykslan. Stóð hann þrútinn af réttlætiskennd í pontu á Alþingi og gagnrýndi Björninn sérlega málefnalega, þ.e.a.s vitnaði í gömul viðtal við Björn þar sem hann hafði lýst því yfir á svíðvirðlegan hátt að honum þætti gaman að Bruce Villis. Hins vegar er þetta flókið mál fyrir menn eins og Helga sem eru ekki mjög fastir í ákveðinni þjóðfélagssýn. Vegna þess að á þingi er hann alfarið á móti þessu, en í borgarstjórn eru hann og félagar í Error listanum afskaplega fylgjandi þessu, því fjölga mun í lögregluliði borgarinnar um tíu löggur. En fyrir utan að með þessu sé Lögreglan í Reykjavík styrkt eins og mikið hefur verið kallað eftir, þá er einnig verið að fjölga á Keflavíkurflugvelli um 13 að mér skilst. Sem er ágætt, þar sem að liðsmenn Hells Angels og Bandidos virðast einhverra hluta vegna ekki hræðast barefli íslensku lögreglunnar neitt sérstaklega. Þessi mannvinasamtök eru að reyna að hasla sér völl á Íslandi og íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt af stjórnvöldum nágrannaþjóða að vera með svokallaða "non tolerance" stefnu í þessum málum. Það hefur verið gert og er liðsmönnum þessara samtaka snúið við á punktinum í Leifsstöð. Ekki er langt síðan að upp komu slagsmál á flugvellinum í tenslum við komu þessara manna til landsins og því er augljóslega að færast harka í landvinningatilraunir bifhjólamanna. Með það í huga er sennilega ekki slæmt að hafa fleiri sérþjálfaða menn til taks á Keflavíkurflugvelli.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Björn Borg er búinn að leggja til fjölgun í Víkingasveitinni eftir löglegt samráð við lögregluyfirvöld og aðra sem að slíku máli koma. Helgi Hjörvar er á meðal þeirra sem hafa stokkið fram á sjónarsviðið og má vart mæla fyrir hneykslan. Stóð hann þrútinn af réttlætiskennd í pontu á Alþingi og gagnrýndi Björninn sérlega málefnalega, þ.e.a.s vitnaði í gömul viðtal við Björn þar sem hann hafði lýst því yfir á svíðvirðlegan hátt að honum þætti gaman að Bruce Villis. Hins vegar er þetta flókið mál fyrir menn eins og Helga sem eru ekki mjög fastir í ákveðinni þjóðfélagssýn. Vegna þess að á þingi er hann alfarið á móti þessu, en í borgarstjórn eru hann og félagar í Error listanum afskaplega fylgjandi þessu, því fjölga mun í lögregluliði borgarinnar um tíu löggur. En fyrir utan að með þessu sé Lögreglan í Reykjavík styrkt eins og mikið hefur verið kallað eftir, þá er einnig verið að fjölga á Keflavíkurflugvelli um 13 að mér skilst. Sem er ágætt, þar sem að liðsmenn Hells Angels og Bandidos virðast einhverra hluta vegna ekki hræðast barefli íslensku lögreglunnar neitt sérstaklega. Þessi mannvinasamtök eru að reyna að hasla sér völl á Íslandi og íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt af stjórnvöldum nágrannaþjóða að vera með svokallaða "non tolerance" stefnu í þessum málum. Það hefur verið gert og er liðsmönnum þessara samtaka snúið við á punktinum í Leifsstöð. Ekki er langt síðan að upp komu slagsmál á flugvellinum í tenslum við komu þessara manna til landsins og því er augljóslega að færast harka í landvinningatilraunir bifhjólamanna. Með það í huga er sennilega ekki slæmt að hafa fleiri sérþjálfaða menn til taks á Keflavíkurflugvelli.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.