Friday, March 12, 2004
Álögum létt
Þeim álögum; að Arsenal tapi þegar þeirra heitasti stuðningsmaður Jón frá Seljanesi er á Highbury, virðist hafa verið létt á miðvikudaginn. Strandamaðurinn sterki var mættur til Lundúna og viti menn, Arsenal vann Celta í Meistaradeildinni. Forsaga málsins er sú að Jón hefur nokkrum sinnum áður (þrisvar að mig minnir) séð Arsenal leika á Highbury þar sem liðið tapar helst ekki leik. Þeir hafa hins vegar alltaf tapað þegar hann hefur mætt, eða þar til á miðvikudag. Og ekki alltaf gegn stórum liðum, hann hefur til dæmis séð þá liggja gegn Wimbledon þar sem Walesverjinn lipri Winnie Jones skoraði eina markið. Leikmönnum Arsenal hefur hins vegar liðið ögn betur eftir því sem Jón frá Dröngum hefur færst fjær, því eitt sinn náðu þeir jafntefli gegn Tottenham þegar hann fylgdist með á risaskjá fyrir utan völlinn. En þessum álögum hefur sem sagt verið létt frá og með síðasta miðvikudegi og því virðist allt ætla að ganga upp á Nöllunum á þessari sparktíð. Vert er einnig að geta þess að ekkert var leikið í Meistaradeildinni á þriðjudaginn vegna landsleikja.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Þeim álögum; að Arsenal tapi þegar þeirra heitasti stuðningsmaður Jón frá Seljanesi er á Highbury, virðist hafa verið létt á miðvikudaginn. Strandamaðurinn sterki var mættur til Lundúna og viti menn, Arsenal vann Celta í Meistaradeildinni. Forsaga málsins er sú að Jón hefur nokkrum sinnum áður (þrisvar að mig minnir) séð Arsenal leika á Highbury þar sem liðið tapar helst ekki leik. Þeir hafa hins vegar alltaf tapað þegar hann hefur mætt, eða þar til á miðvikudag. Og ekki alltaf gegn stórum liðum, hann hefur til dæmis séð þá liggja gegn Wimbledon þar sem Walesverjinn lipri Winnie Jones skoraði eina markið. Leikmönnum Arsenal hefur hins vegar liðið ögn betur eftir því sem Jón frá Dröngum hefur færst fjær, því eitt sinn náðu þeir jafntefli gegn Tottenham þegar hann fylgdist með á risaskjá fyrir utan völlinn. En þessum álögum hefur sem sagt verið létt frá og með síðasta miðvikudegi og því virðist allt ætla að ganga upp á Nöllunum á þessari sparktíð. Vert er einnig að geta þess að ekkert var leikið í Meistaradeildinni á þriðjudaginn vegna landsleikja.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.